Stjórn VÍS afturreka með arðgreiðslur

Höfuðstöðvar VÍS.
Höfuðstöðvar VÍS. mbl.is/Styrmir Kári

Tillaga stjórnar VÍS um 5 milljarða arðgreiðslu út úr félaginu nýtur ekki stuðnings nokkurra af stærstu hluthöfum félagsins. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins.

Þrýstingur er á stjórnina um að draga tillögu sína til baka. Að öðrum kosti munu nokkrir af helstu hluthöfum félagsins kjósa gegn tillögunni á aðalfundi sem boðaður hefur verið 17. mars næstkomandi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að samkvæmt sömu heimildum skapaðist umræða innan stjórnar félagsins í gær um hvaða viðbragða væri rétt að grípa til. Gerðist það í kjölfar þess að tilteknir lykilhluthafar í fyrirtækinu lýstu þungum áhyggjum af þeirri umræðu sem skapast hefur um fyrirtækið vegna tillögu stjórnarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert