Stuðningur mestur á meðal framsóknarmanna

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rúmlega 46% landsmanna eru andvíg nýjum búvörusamningi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu á meðan 12% eru hlynnt honum. Mest er andstaðan meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins en minnst á meðal Norðleninga. Þannig er andstaðan við samninginn 57-58% á höfuðborgarsvæðinu en 26% Norðanlands.

Mestur er stuðningur á meðal kjósenda Framsóknarflokksins eða 44% og er það eini þjóðfélagshópurinn sem skoðaður var þar sem fleiri eru hlynntir búvörusamningnum en andvígir. Næstmestur stuðningur er við samninginn á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 19%. Rúmur helmingur segist hafa kynnt sér samninginn en 13% ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert