Dró 41 punds lax úr sjó í Berufirði

Jón Ingvar með laxinn góða sem hann fékk í þorskanet …
Jón Ingvar með laxinn góða sem hann fékk í þorskanet í Berufirði. Hann var 122 sentímetrar.

„Hann var stór, þó að ég hafi fengið stærri þorska,“ segir Jón Ingvar Hilmarsson á bátnum Tjálfanum en hann dró 41 punds lax upp úr sjó í Berufirði í vikunni. Það kom Jóni á óvart að sjá lax í netinu enda vanari að sjá þorsk koma upp.

„Ég hef aldrei áður fengið lax. Laxinn er við yfirborðið og hann hefur bara flækst í netinu. Allavega var hann það fjörugur að ég var í vandræðum með hann þegar ég náði honum um borð og þurfti að leggjast á hann til að ná honum,“ segir hann.

Jón ætlar að nýta fiskinn til matar yfir páskana. „Hann ætti að duga í einhverjar máltíðir. Ég er reyndar ekkert mikið fyrir lax en hann verður vonandi góður,“ segir hann fullur tilhlökkunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert