Íslendingar vilja Hillary Clinton

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. AFP

Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.

Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders. Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins.

Konur styðja frekar Clinton eða 67% á móti 40% karla. Fleiri karlar styðja hins vegar Sanders eða 46% á móti 30% kvenna. Eldra fólk styður frekar Clinton en yngra Sanders. Lengri skólaganga eykur líkurnar á stuðningi við Clinton á kostnað Sanders.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert