Lokað vegna roks í Bláfjöllum

Hlíðarfjall Akureyri
Hlíðarfjall Akureyri mbl.is/Skapti

Flest skíðasvæði landsins verða opin í dag en líkt og í gær er útlitið ekki gott í Bláfjöllum og hefur verið hætt við að opna svæðið þar klukkan tíu líkt og til stóð.

Klukkan 9:20 - nú voru að berast þær upplýsingar að staðan sé ekki góð í Bláfjöllum, þar hefur hvesst hressilega og ljóst að ekki verður hægt að opna fyrr en eftir hádegi. Von er á næstu upplýsingum þaðan klukkan 12.

Á vef skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins kemur fram að útlit er fyrir að það hvessi í dag og er fólk beðið um að kíkja á vefinn eða Facebooksíðu Bláfjalla og Skálafells áður en lagt er af stað í fjallið.

„Hér í Skálafelli verður opið í dag frá kl 10 og eins lengi og meðan veður leyfir.  Það er frábært veður eins og er en skv veðurspám á að hvessa í dag af norðaustri svo við hvetjum fólk til að fylgjast vel með veðurspám og upplýsingum á heimasíðu og símsvara.“

Það er fátt sem toppar góðan dag á skíðum.
Það er fátt sem toppar góðan dag á skíðum.

Á Ísafirði verða skíðasvæðið opin frá 10:00-17:00 „Tungudalur: opin kl 10:00 Furðufatadagur grill og glens í dag en Miðfell seinkar eitthvað þar sem ekki fór undir frostmark fyrr en undir morgun og allt blaut þar uppi sem er eitt það erfiðasta þegar kemur að troðslu en gerum okkar besta í að koma því inn.

Seljalandsdalur : Opið klukkan 10 og verður þá tilbúin braut upp að 5km svo sjáum við til í dag hvað vinnst hjá troðara hann á eftir einhverja vinnu í tungudal áður en hann sporar lengra.“

Skíðasvæðið Tindastóls veður opið í dag frá klukkan 11-16 en þar logn og lítilsháttar frost, skýjað.

Skíðasvæðið á Dalvík er opið í dag frá 9-16. Þar er milt og gott veður og stórfínt skíðafæri.

Á Siglufirði er skíðasvæðið opið frá 10-16 en þar eru 5-8 metrar á sekúndu og lítilsháttar éljagangur. Skyggnið sé ekki eins gott og undanfarna daga en það sé eitthvað sem skíðagleraugu bjargi.

Í Hlíðarfjalli er opið frá 9 til 16 en þar snjóaði í gærkvöldi  þannig að það bætti aðeins í snjóinn og færið er gott. 

Í Stafdal er stefnt að því að opna klukkan 12 en þar er veðrið að ganga niður. Enn er þó talsverður vindur, skafrenningur og blint. Talsvert hefur snjóað á skíðasvæðinu og er verið að troða brautir.    

„Í dag föstudaginn langa verður opið frá kl 12-17 og 20-23 á skíðasvæðinu í Stafdal. Klukkan 11 verður fjallaskíðaferð á Bjólfinn og segja aðstandendur skíðasvæðisins að færið sé gott á skíðasvæðinu eftir snjókomu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert