Lokað vegna roks í Bláfjöllum

Hlíðarfjall Akureyri
Hlíðarfjall Akureyri mbl.is/Skapti

Flest skíðasvæði landsins verða opin í dag en líkt og í gær er útlitið ekki gott í Bláfjöllum og hefur verið hætt við að opna svæðið þar klukkan tíu líkt og til stóð.

Klukkan 9:20 - nú voru að berast þær upplýsingar að staðan sé ekki góð í Bláfjöllum, þar hefur hvesst hressilega og ljóst að ekki verður hægt að opna fyrr en eftir hádegi. Von er á næstu upplýsingum þaðan klukkan 12.

Á vef skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins kemur fram að útlit er fyrir að það hvessi í dag og er fólk beðið um að kíkja á vefinn eða Facebooksíðu Bláfjalla og Skálafells áður en lagt er af stað í fjallið.

„Hér í Skálafelli verður opið í dag frá kl 10 og eins lengi og meðan veður leyfir.  Það er frábært veður eins og er en skv veðurspám á að hvessa í dag af norðaustri svo við hvetjum fólk til að fylgjast vel með veðurspám og upplýsingum á heimasíðu og símsvara.“

Það er fátt sem toppar góðan dag á skíðum.
Það er fátt sem toppar góðan dag á skíðum.

Á Ísafirði verða skíðasvæðið opin frá 10:00-17:00 „Tungudalur: opin kl 10:00 Furðufatadagur grill og glens í dag en Miðfell seinkar eitthvað þar sem ekki fór undir frostmark fyrr en undir morgun og allt blaut þar uppi sem er eitt það erfiðasta þegar kemur að troðslu en gerum okkar besta í að koma því inn.

Seljalandsdalur : Opið klukkan 10 og verður þá tilbúin braut upp að 5km svo sjáum við til í dag hvað vinnst hjá troðara hann á eftir einhverja vinnu í tungudal áður en hann sporar lengra.“

Skíðasvæðið Tindastóls veður opið í dag frá klukkan 11-16 en þar logn og lítilsháttar frost, skýjað.

Skíðasvæðið á Dalvík er opið í dag frá 9-16. Þar er milt og gott veður og stórfínt skíðafæri.

Á Siglufirði er skíðasvæðið opið frá 10-16 en þar eru 5-8 metrar á sekúndu og lítilsháttar éljagangur. Skyggnið sé ekki eins gott og undanfarna daga en það sé eitthvað sem skíðagleraugu bjargi.

Í Hlíðarfjalli er opið frá 9 til 16 en þar snjóaði í gærkvöldi  þannig að það bætti aðeins í snjóinn og færið er gott. 

Í Stafdal er stefnt að því að opna klukkan 12 en þar er veðrið að ganga niður. Enn er þó talsverður vindur, skafrenningur og blint. Talsvert hefur snjóað á skíðasvæðinu og er verið að troða brautir.    

„Í dag föstudaginn langa verður opið frá kl 12-17 og 20-23 á skíðasvæðinu í Stafdal. Klukkan 11 verður fjallaskíðaferð á Bjólfinn og segja aðstandendur skíðasvæðisins að færið sé gott á skíðasvæðinu eftir snjókomu. 

mbl.is

Innlent »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...