Leggja fram vantrauststillögu á morgun

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, verður lögð fram vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni á morgun, en þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa sent beiðni til þingforseta um að nefndarfundum í fyrramálið verði frestað.

„Það liggur fyrir eftir þessar upplýsingar sem komu fram í kvöld að það er ekki annað í stöðunni en að biðja um að nefndarfundum verði frestað í fyrramálið og það verði að leggja fram vantraust við upphaf þingfundar á morgun. Svo framarlega sem ráðherra verði ekki búinn að segja af sér fyrir þann tíma sem er siðlegast fyrir hann að gera,“ segir hún.

Aðspurð segir hún samstöðu ríkja meðal stjórnarandstöðuflokkanna, en formenn þeirra og þingflokksformenn horfðu saman á Kastljóssþátt kvöldsins þar sem ljósi var varpað á tengsl íslenskra stjórnmálamanna við skattaskjól.

Formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar munu hittast á fundi í fyrramálið vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert