Saga Wintris í Panamaskjölunum

Forsætisráðherrahjónin, Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir taka þátt í …
Forsætisráðherrahjónin, Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir taka þátt í hinni hefðbundnu bílalest á Íslendingadegi í Gimli í Kanada. mbl.is/Steinþór Guðbjartsson

Samkvæmt Panamaskjölunum svokölluðu, sem fjallað var um í Kastljósi í gær og í tugum annarra fjölmiðla víða um heim, kom m.a. fram að forsætisráðherra Íslands var helmingseigandi aflandsfélagsins Wintris Inc. frá því í nóvember 2007 og til ársloka 2009. Árið 2010 tóku gildi lög til höfuðs aflandsfélögum. Þessi breyttu lög um tekjuskatt kveða á um að tekjur erlendra fyrirtækja í lágskattaríkjum beri að skattleggja hjá eigendum þeirra. 

En í hnotskurn er saga Wintris og Sigmundar þessi, samkvæmt því sem fram kom í Kastljósi:

9. október 2007: Stofnskjöl Wintris-félagsins dagsett. Starfsmaður eignastýringar Landsbankans í Lúxemborg óskar eftir að Wintris Inc. sé „tekið frá“. Félagið var á lista yfir tilbúin aflandsfélög í umsjón Mossack Fonseca í Panama.

29. nóvember 2007: Tilkynnt um 50% eignarhlut Önnu Sigurlaugar og Sigmundar Davíðs og að bæði séu þau prókúruhafar. 

Sumarið 2008: Wintris stofnar bankareikning í Credit Suisse í London.

18. janúar 2009: Sigmundur Davíð verður formaður Framsóknarflokksins.

25. apríl 2009: Sigmundur kjörinn á þing.

1. maí 2009: Reglur um hagsmunaskráningu alþingismanna taka gildi.

31. október-31. desember 2009: Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Landsbankans, Glitnis og Kaupþings rennur út.

31. desember 2009: Anna Sigurlaug, þá tilvonandi eiginkona Sigmundar, kaupir hlut Sigmundar í félaginu á 1 Bandaríkjadal.

1. janúar 2010: Lög til höfuðs aflandsfélögum taka gildi á Íslandi.

24. maí 2013: Sigmundur skipaður forsætisráðherra.

Sjá ítarlegri tímaás í frétt á vef RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert