Fann dagbók á Skaftafellsjökli

Maðurinn í einni dagbókarfærslunni sem var á minniskortinu.
Maðurinn í einni dagbókarfærslunni sem var á minniskortinu. Skjáskot

Þýskur ferðamaður fann myndbandsupptökuvél á Íslandi sem Nýsjálendingur hafði týnt hér fyrir fjórum árum fyrr. Þjóðverjanum er mikið í mun að koma henni aftur til eiganda síns.

Dorle Queisner var á ferðalagi um Ísland í fyrra sumar er hún fann myndavélinaá Skaftafellsjökli.

Hún segir í samtali við New Zealand Herald að myndavélin hafi ekki virkað en að minniskortið í henni hafi hins vegar verið í góðu lagi. Á því voru um 50 dagbókarfærslur frá eigandanum, sú síðasta var tekin í maí 2012.

„Ég óttaðist að í síðustu færslunni mætti sjá hann detta eða lenda í slysi á jöklinum,“ segir Queisner. „En það mátti sjá að hann festi myndavélina við bakpokann sinn.“

Hún komst svo á því að maður að nafni James Wiig hefði dvalið á hóteli í nágrenninu. Hann hafði skilið eftir tölvupóstfang en svaraði ekki skilaboðum.

Queisner segir að á upptökunum megi sjá manninn á ýmsum ferðamannastöðum víðs vegar um Ísland. „Ég held að það væri mjög gaman fyrir hann að fá dagbókina sína aftur.“

Hér að neðan má sjá eina upptökuna úr myndavélinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert