Skattafleygurinn stendur í stað

Ísland heldur 22. sæti, þriðja árið í röð, meðal 34 aðildarlanda OECD í árlegum samanburði á skattbyrði í OECD-löndunum. Skattbyrði launafólks hefur lítið breyst milli ára á Íslandi þegar reiknuð er meðalskattlagning allra hópa launþega skv. samanburðinum.

OECD reiknar að venju svonefndan skattafleyg, sem sýnir hvert hlutfallið er á milli samanlagðra skatta og launatengdra gjalda, s.s. tryggingagjalds, af heildarlaunakostnaði vegna hvers starfsmanns og þess hvað starfsmaður fær í vasann eftir skatta. Þeim mun hærri sem skattafleygurinn er þeim mun minna ber launþeginn úr býtum eftir skatta og önnur gjöld.

Skattafleygurinn var 34% af heildarlaunakostnaði atvinnurekandans hér á landi í fyrra, samkvæmt útreikningum OECD, og hækkaði örlítið milli ára en er sem fyrr nokkru lægri en meðaltal OECD-landanna sem var 35,9%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert