„Ungbörn missa meðvitund“

Maður flýr undan táragasi lögreglu við landamæri Makedóníu og Grikklands
Maður flýr undan táragasi lögreglu við landamæri Makedóníu og Grikklands AFP

250 manns særðust þegar að lögregla beitti táragasi og blindsprengjum á flóttamenn sem reyndu að komast yfir landamæri Grikklands og Makedóníu á sunnudaginn. Íslenskur sjálfboðaliði sem er á svæðinu lýsir upplifun fólks á svæðinu á heimasíðu Akkeris í dag.

„Þykkt lag af táragasi liggur yfir svæðinu. Skothvellir heyrast úr fjarska, hljóðsprengjur springa með gífurlegum látum og kúlum rignir yfir búðirnar. Börn sem fullorðnir öskra af sársauka og örvæntingu. Fólk hnígur niður meðvitundarlaust, sumir eru særðir eftir að hafa fengið í sig kúlu eða táragashylki, aðrir eftir að hafa andað að sér of stórum skammti af táragasi.

Fólk ryðst í gegnum búðirnar í leit að súrefni, fullorðnir, börn og tjöld verða undir flóðbylgju fólks sem á fótum sínum fjör að launa,“ skrifar Þórunn Ólafsdóttir til þess að reyna að lýsa upplifunum fólks af árásum lögreglu.

Þórunn er nú stödd í Idomeni þar sem 11. 000 flóttamenn dvelja.

Í grein Þórunnar kemur fram að á svæðinu séu m.a. nýfædd börn sem urðu fyrir gasinu. „Ungbörn missa meðvitund, fólk hóstar, ælir og hnígur niður. Þyrlur sveima yfir svæðinu og herinn heldur áfram að skjóta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur ekki undan og almennir sjálfboðaliðar og flóttafólk sinna slösuðum. Fólk er borið á teppum í átt að eina sjúkraskýlinu sem er eftir.“

Í grein Þórunnar kemur fram að UNHCR, flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, Rauði krossinn og önnur hjálparsamtök hafi flúið af vettvangi og aðeins Læknar án landamæra, aktivistar og sjálfboðaliðar eru eftir, auk grísku lögreglunnar sem stendur aðgerðalaus og fylgist með en árásin stóð yfir í sex klukkustundir.

Flóttamenn nota teppi til þess að toga í gaddavír við ...
Flóttamenn nota teppi til þess að toga í gaddavír við landamærin. AFP

Aðeins hægt að sækja um hæli á Skype

Í greininni lýsir Þórunn því jafnframt hversu erfitt það er fyrir flóttafólkið að sækja um hæli í Grikklandi.

 „Eins og staðan er núna hefur fólk aðeins þann möguleika að sækja um hæli í Grikklandi. Grikkland metur svo hvort umsækjandinn verði sendur áfram til einhvers af þeim Evrópulöndum sem hafa skuldbundið sig til að taka við fólki frá Grikklandi,“ skrifar Þórunn og bætir við að niðurstaða slíks mats ræðst yfirleitt af tengslum við ákveðið land.

Ef fólk á maka eða börn undir lögaldri í öðru Evrópulandi og sækir um fjölskyldusameiningu er umsókn þess tekin til meðferðar í viðkomandi landi. Þá geta Evrópuríkin sjálf haft heilmikið að segja, t.d. geta stjórnvöld vel ákveðið að sækja hóp fólks og veita vernd. Aðrar ástæður varða oft viðkvæmustu hópa flóttafólks, svo sem fylgdarlaus börn, fólk sem stríðir við veikindi og önnur sérstök tilfelli.

„Þetta hljómar alls ekki svo illa á blaði,“ skrifar Þórunn. „En raunveruleikinn er því miður öllu grimmari. Eina leiðin fyrir flóttafólk til að sækja um hæli er að hafa samband við gríska stofnun sem sér um meðferð hælisumsókna. Eina leiðin til að hafa samband við stofnunina er að hringja í gegnum Skype. Og haldið ykkur nú fast – sú þjónusta er í boði í klukkutíma á dag, alla virka daga!“

Að sögn Þórunnar hefur enginn sem hún hefur hitt í Idomeni náð í gegn á Skype. Telur hún að orsökin sé fyrst og fremst gríðarlegt álag á kerfið, en í flestum flóttamannabúðum ræður nettengingin ekki við Skype. Þá hafa aðeins þeir sem eru með aðgang að tölvu eða snjallsíma möguleika til þess að komast á Skype.

„Fullt af fólki hefur engan möguleika á að komast í netsamband,“ skrifar Þórunn.

Bætir hún við að í Grikklandi séu yfir 50.000 einstaklingar sem eiga rétt á því að sækja þar um hæli.

„Þangað til Evrópa tekur af skarið og aðstoðar Grikki við þetta risavaxna verkefni sem landið ræður engan veginn við, neyðist fólk til að búa við óbærileg skilyrði í flóttamannabúðum víðsvegar um landið,“ skrifar Þórunn.

Börn í flóttamannabúðunum við Idomeni
Börn í flóttamannabúðunum við Idomeni AFP

„Í gær var þetta eins og í Sýrlandi“

Að mati Þórunnar þurfa stjórnvöld í Evrópu að láta í sér heyra og fordæma aðgerðir makedónsku lögreglunnar. Þá þarf einnig að vinna hraðar til að aðstoða fólkið.

„Áhyggjur margra Evrópubúa beinast að því að við getum ekki aðstoðað fólk nógu vel og nógu fljótt. Að við eigum ekki nóg af fagfólki og að við eigum ekki nóg að gefa. Svo á meðan flóttafólk bíður þess að við hugsum málið, sefur það í drullupolli, andar að sér eitruðum reyk sem leggur frá plastinu sem það brennir til að halda á sér hita, líður næringarskort, veikist vegna óhreinlætis og nú síðast – vaknar upp við þá martröð að í Evrópu eru þau líka skotmörk. „Í gær var þetta eins og í Sýrlandi“, sagði ungur maður í búðunum við mig daginn eftir árásina,“ skrifar Þórunn en á fjórða tug þurftu áfallahjálp eftir atburði sunnudagsins og mögulega er tala þeirra sem hefðu þurft á slíkri aðstoð að halda en fengu ekki mun hærri.  Á fjórða hundrað þurftu læknisaðstoð, þar af börn sem hlutu höfuðmeiðsli vegna gúmmíkúlna sem herinn skaut þau með.

 „Það er lágmark að Evrópa láti í sér heyra og fordæmi harkalega árásirnar. Nei, annars. Lágmarkið er að brjóta meðvirknina með samningum ESB við Tyrkland og taka á móti flóttafólki frá Grikklandi,“ skrifar Þórunn.

Beittu táragasi aftur í dag

Fréttaveitan AFP segir frá því í dag að makedónsk lögregla hefði aftur beitt táragasi á flóttamenn sem mótmæltu við landamærin. Um 100 flóttamenn breiddu úr sér á um 100 metra svæði þar sem þeir toguðu í gaddavírinn sem aðskilur löndin tvö. Þeir hættu þó fljótlega þegar að tvær sveitir óeirðarlögreglu frá Grikklandi kom á staðinn. Óeirðarsveitin kom sér fyrir milli flóttamannanna og girðingarinnar.

Makedóníumenn hafa sakað Grikki um að hafa mistekist við að stöðva um 3.000 manns sem komust ólöglega inn í landið.

Flóttamenn í Idomeni.
Flóttamenn í Idomeni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Johni Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »
STOFUSKÁPUR
Stofuskápur til sölu verð 20,000 uppl 8983324...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...