Vilja upplýsingar um nýtingu

Frá Jökulsárlóni.
Frá Jökulsárlóni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í bréfi forsætisráðuneytis til lögmanna eigenda jarðarinnar Fells, austan Jökulsárlóns, er minnt á að lónið er að stærstum hluta innan þjóðlendu, en nú er unnið að sölu á jörðinni.

Þar kemur fram að ljóst sé að Jökulsárlón hafi verið nýtt af hálfu eigenda Fells, einkum til siglinga með ferðamenn til og frá austurbakka lónsins.

Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum um tilhögun og umfang þessarar nýtingar, svo unnt sé að leggja mat á hvort siglt sé inn fyrir merki þjóðlendunnar og hvort nýtt sé innan almennra heimilda til umferðar um vötn (almannaréttar), að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert