Atlagan að hraðametinu hafin

Sigla á til Gauta­borg­ar með viðkomu í Fær­eyj­um, Hjalt­lands­eyj­um og …
Sigla á til Gauta­borg­ar með viðkomu í Fær­eyj­um, Hjalt­lands­eyj­um og Nor­egi. Mynd/Rafnar

Báturinn Embla sem er nýjasta smíði skipasmíðastöðvarinnar Rafnar ehf. lagði af stað áleiðis til Færeyja frá Höfn í Hornafirði núna í morgun, en stefnt er að því að setja nýtt hraðamet yfir Atlantshafið með siglingu til Gautaborgar með viðkomu í Færeyjum, Hjaltlandseyjum og Noregi.

Báturinn fór frá Reykjavík í gær áleiðis til Vestmannaeyja og var svo á Höfn í nótt. Báturinn er 11 metra langur strandgæslubátur af tegundinni Leifur 1100 RIB. Er þetta í fyrsta sinn sem opnum báti sem þessum er siglt jafn langa vegalengd á jafn skömmum tíma.

Samkvæmt Landhelgisgæslunni lagði Embla af stað fyrr í morgun og er á rúmlega 30 hnúta hraða. Miðað við það má gera ráð fyrir að báturinn komi til Færeyja kringum hálf tvö í dag gangi allt að óskum.

Áhöfn Emblu á þess­ari sigl­ingu skipa Sig­urður Ásgríms­son frá Land­helg­is­gæsl­unni, sem er skip­stjóri, Þor­steinn Bragi Jón­ínu­son, Gunn­ar Sig­urðsson, Björn Jóns­son og Gunn­ar Vík­ing­ur, skipa­smiður í Ástr­al­íu.  

Frétt mbl.is: Embla stefnir á hraðamet á Atlantshafi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert