Telja sig hafa sett nýtt met

Sigurður Ásgrímsson við stýrið á Emblu.
Sigurður Ásgrímsson við stýrið á Emblu.

Báturinn Embla er kominn til hafnar í Færeyjum eftir liðlega níu klukkustunda siglingu frá Höfn í Hornafirði. Meðalhraði ferðarinnar var 26 hnútar og er talið að með því hafi verið slegið nýtt hraðamet á þessari siglingarleið.

Embla er nýjasta smíði skipasmíðastöðvarinnar Rafnar ehf. Stefnt er að því að setja nýtt hraðamet yfir Atlantshafið með siglingu til Gauta­borg­ar með viðkomu í Fær­eyj­um, Hjalt­lands­eyj­um og Nor­egi.

Að sögn Ragnars Þorgeirssonar, starfsmanns Rafnar, gekk ferðin mjög vel. Farið var að hvessa undir lokin en annars var veðrið gott. Vel var tekið á móti áhöfninni í Þórshöfn í Færeyjum. Á morgun verður haldinn kynningarfundur um bátinn en þar verða meðal annars fulltrúar frá strandgæslunni, útgerðum, björgunarsveitum og lögreglu.

Bát­ur­inn fór frá Reykja­vík í gær áleiðis til Vest­manna­eyja og var svo á Höfn í nótt. Bát­ur­inn er 11 metra lang­ur strand­gæslu­bát­ur af teg­und­inni Leif­ur 1100 RIB. Er þetta í fyrsta sinn sem opn­um báti sem þess­um er siglt jafn langa vega­lengd á jafn skömm­um tíma.

Áhöfn Emblu á þess­ari sigl­ingu skipa Sig­urður Ásgríms­son frá Land­helg­is­gæsl­unni, sem er skip­stjóri, Þor­steinn Bragi Jón­ínu­son, Gunn­ar Sig­urðsson, Björn Jóns­son og Gunn­ar Vík­ing­ur, skipa­smiður í Ástr­al­íu.  

Frétt mbl.is: Aðlagan að hraðametinu hafin

Embla.
Embla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert