Versnandi akstursskilyrði í kvöld

Búast má við versnandi akstursskilyrðum á norðvestanverðu landinu í kvöld. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan spáir norðan 5-13 m/s í dag. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið um landið sunnanvert. Norðvestan og vestan 8-18 í nótt og á morgun, hvassast norðvestantil.

Þurrt að kalla sunnan- og austanlands, annars slydda eða snjókoma og talsverð úrkoma norðvestanlands. Hægari vindur og úrkomuminna annað kvöld. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert