Skólarnir að læra að vinna með símana

Það er mikilvægt að setja sér reglur í sambandi við …
Það er mikilvægt að setja sér reglur í sambandi við snjallsímanotkun. mbl.is/Golli

Farsímanotkun í grunnskólum hefur náð ákveðnu jafnvægi á þessu skólaári að mati Sólveigar Karlsdóttur, verkefnisstjóra hjá Heimili og skóla.

Í fyrrahaust gáfu samtökin út almenn viðmið um notkun snjalltækja í grunnskóla því skólar voru tvístígandi um hvernig þeir ættu að taka á snjalltækjanotkun nemenda.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sólveig, að síðan þá hafi skólarnir náð ákveðnum takti og í dag séu margir þeirra komnir með reglur um snjalltækjanotkun. Jákvæðast sé þó að sjá hvernig þeir eru farnir að vinna með tæknina á jákvæðan hátt í kennslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert