Hagnaður upp á tugi milljarða

Fjölskylda Dorritar Moussaieff gerir það gott í skartinu.
Fjölskylda Dorritar Moussaieff gerir það gott í skartinu. mbl.is/Styrmir Kári

Moussaieff Jewellers Limited (MJL), félag í eigu Alisu Moussaieff móður Dorritar, hefur á síðustu tveimur áratugum hagnast um sem nemur 54 milljörðum króna fyrir skatta.

Starfsmenn félagsins hafa verið frá 22 til 42 og öll árin nema tvö hefur hlutur Bretlands í sölunni verið innan við 8%. Eignirnar hafa stóraukist síðan 1994 og farið úr tæpum 20 milljónum punda í rúmlega 233 milljónir punda, eða í rúma 41 milljarð króna á núverandi gengi.

Alisa á jafnframt félagið Kevess í Sviss og virðist líka eiga félagið Moussaieff (Hong Kong) Limited. Fram kemur í ársreikningi MJL 2006 að félagið hafi selt 10% hlut í Lasca Finance Limited á Bresku Jómfrúaeyjum til Moussaieff-hjónanna fyrir 375 þúsund pund. Síðan virðist ekki getið um Lasca Finance Limited í ársreikningum, að því er fram kemur í umfjöllun um skartgripaveldi þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert