400 leitir á sekúndu í gærkvöldi

Jóhannes Kr. Kristjánsson er annar eigandi Reykjavík Media.
Jóhannes Kr. Kristjánsson er annar eigandi Reykjavík Media. Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson

Heimsóknir á vef Reykjavík Media hafa skipt þúsundum síðan að opnað var fyrir aðgang að gagnagrunni sem geymir upplýsingar úr Panama-skjölunum í gærkvöldi. Hefur vefurinn legið niðri nokkrum sinnum síðan vegna álags, nú síðast á tólfta tímanum. Reykjavík Media er í samstarfi við Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, ICIJ, sem opnuðu fyrir aðganginn klukkan 18 í gærkvöldi.

Jóhannes Kr. Kristjánsson, annar eiganda Reykjavík Media segir álagið á vefinn rosalegt. „Mig minni að ICIJ hafi talað um að það hafi verið gerðar 400 leitir á hverri einustu sekúndu seint í gærkvöldi, þær eru væntanlega ennþá fleiri núna. Þetta eru auðvitað fleiri hundruð þúsund nöfn og fólk um allan heim er náttúrulega bara að leita. Við erum mjög sáttir með það.“

Hægt er að leita í gögnunum hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert