Segir málið fjölskylduharmleik

Júlíus Vífill Ingvarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Júlíus Vífill Ingvarsson fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík segir umfjöllunina sem birt var í Kastljósi í vikunni vera bjagaða hlið á flóknu og erfiðu fjölskyldumáli sem ekki verði til lykta leitt í fjölmiðlum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann skrifaði á Facebook-síðu sína nú í dag.

Hann gagnrýnir mjög umfjöllun Kastljóss og spyr hvort það fullnægi kröfum um hlutleysi og réttlæti að veita viðmælendum ótakmarkað svigrúm til að vitna í látið fólk og byggja umfjöllun á slíkum og öðrum óstaðfestum frásögnum. 

Telur Júlíus að tölvupóstur sem hann hafi fengið frá Helga Seljan á mánudaginn hafi ekki gefið vísbendingar um það sem koma skyldi í þættinum. 

Segir Júlíus það óeðlilegt að ekki hafi verið rætt við hann fyrr en eftir að þátturinn hafi verið unninn. 

Segir Júlíus að bróðir hans hafi sent Kastljósi yfirlýsingu líkt og Júlíus gerði, en að yfirlýsing bróðurins hafi ekki verið lesin upp. Telur Júlíus að það sé vegna þess að í þeirri yfirlýsingu hafi komið fram „gagnrýni á Kastljós fyrir umfjöllun um fjölskylduharmleik sem ekki á erindi í ríkissjónvarpið.“

Sjá tilkynninguna í heild:

Sjá frétt mbl.is: Viðurkenndi að vera með sjóð foreldranna

Sjá frétt mbl.is: Segja Júlíus fara með rangt mál

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert