Samþykktu prófkjör í Suðurkjördæmi

Á annað hundrað manns sóttu fundinn.
Á annað hundrað manns sóttu fundinn. Aðsend mynd

Prófkjör verður haldið í Suðurkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum en tillaga um prófkjör var samþykkt með nánast öllum greiddum atkvæðum á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Hellu í dag. 

Á annað hundrað manns sátu fundinn, þar á meðal forysta flokksins; þau Bjarni Benediktsson formaður, Ólöf Nordal varaformaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari, ásamt fjórum þingmönnum flokksins í kjördæminu.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær prófkjörið verður haldið en skv. heimildum mbl.is er stefnt að mánaðamótunum ágúst/september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert