Leita aftur Het Wapen van Amsterdam

Het Wapen van Amsterdam.
Het Wapen van Amsterdam.

Að grafa horfna fjársjóði upp úr jörðu, gull og gersemar, er sveipað ævintýraljóma en gerist ekki bara í ævintýrum sögubókanna.

Í sumar hefst leit að nýju að hollenska gullskipinu, Het Wapen van Amsterdam, sem fórst á Skeiðarársandi árið 1667. Talið er að skipið, sem var á leið frá Indlandi til Hollands, hafi verið hlaðið af ýmsum verðmætum varningi; gulli, gimsteinum og ýmsum góðmálmi.

Tvisvar hefur verið reynt að grafa skipið upp úr sandinum án árangurs. „Við erum komin með leyfi frá Minjastofnun til að hefja leit úr lofti með drónum sem senda niður loftbylgjur sem varpa upp 30 sinnum 30 þrívíddarmyndum í tölvu. Með þessum hætti er hægt að staðsetja hlutina í sandinum nákvæmlega og hefja leit. Það hefur vægast sagt margt gerst í tæknimálum frá árinu 1983, þegar síðast var gerð leit að skipinu,“ segir Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri verkefnisins í umfjöllun um það í Morgunblaðinu í dag.

Kristinn Guðbrandsson í Björgun stjórnaði við leit að gullskipinu Het …
Kristinn Guðbrandsson í Björgun stjórnaði við leit að gullskipinu Het Wapen von Amsterdam á Skeiðarársandi 1982. mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert