107 sprengjuvélar flugu um íslenskt loftrými

Bresk Typhoon orrustuþota og rússnesk sprengjuflugvél af gerðinni Tupolev 95 …
Bresk Typhoon orrustuþota og rússnesk sprengjuflugvél af gerðinni Tupolev 95 en slíkar vélar fara oft um íslenskt loftrými. Ljósmynd/Breska varnarmálaráðuneytið

Rússneskar sprengjuflugvélar komu í 48 tilvikum inn í íslenskt loftrými á árunum 2006-2015, með samtals 107 flugvélum.

Þetta kom fram í ræðu Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Alþingi í febrúar síðastliðnum. Að auki hafa fregnir borist af a.m.k. tveimur sprengjuflugvélum til viðbótar í íslensku loftrými það sem af er ári.

Taka skal fram að athæfið er ekki í andstöðu við alþjóðalög, þar sem þær hafa aldrei farið inn fyrir 12 mílna lofthelgi íslands. Hins vegar kemur fram í ræðu Gunnars Braga að rússnesku herflugvélarnar láti ekki vita af veru sinni í þegar þær fari inn í loftrýmið. Hægt er að slökkva á nemum sem gera viðkomandi yfirvöldum kleift að vita af nærveru þeirra. Hins vegar má sjá af radarmælingum að flugvélarnar hafa farið um loftrýmið sem einnig nefnist flugumsjónarsvæði Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert