Merki um bata í Evrópu

Tekið til hendi við sauðfjárslátrun.
Tekið til hendi við sauðfjárslátrun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki segist sjá ýmis merki um að ástandið á kjötmörkuðum Evrópu sé að lagast.

Verð fyrir útflutt kindakjöt hefur verið lágt síðustu tvö árin vegna mikils framboðs frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Ágúst Andrésson segir að svo virðist sem stóru útflutningslöndin séu aftur farin að koma kindakjöti á markaði í Kína og Mið-Austurlöndum.

Með því ætti þungi þeirra á útflutning til Evrópu að minnka aftur. „Þetta gæti komið okkur vel í haust og skapað möguleika til aukinnar sölu kjöts á okkar nærmarkaði,“ segir Ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert