Nær 1.000 hafa kosið forseta

Tæplega fjórar vikur eru nú til forsetakosninga og hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla nú staðið yfir í fjórar vikur.

Að sögn lögfræðings hjá sýslumanninum í Reykjavík er aðsóknin á skrifstofu sýslumanns farin að aukast. Þar stendur utankjörfundaratkvæðagreiðslan fram til 9. júní. Á laugardag greiddu 27  þar atkvæði og fleiri í gær.

Að sögn lögfræðings hjá sýslumanni má búast við að þeim fjölgi jafnt og þétt sem greiða atkvæði utan kjörfundar á næstu vikum. Ekki verður kosið í Laugardalshöll líkt og tíðkast hefur, en utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður í Perlunni frá 9. júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert