Tugþúsundum hærri laun „hinum megin við lækinn“

Starfsmenn eru ósáttir við starfskjör sín í Kópavogsbæ.
Starfsmenn eru ósáttir við starfskjör sín í Kópavogsbæ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nokkur fjöldi starfsmanna við dægradvalir barna í Kópavogi er ósáttur við fyrirhugaðar breytingar á starfsfyrirkomulagi þeirra.

Næsta skólaár verður boðið upp á þjónustu dægradvala eftir að skólahaldi lýkur fyrir jól, milli jóla og nýárs, í dymbilviku og eftir skólaslit á sumrin. Jafngildir þetta því að 13 dögum sé bætt við vinnutíma starfsmannanna, en laun þeirra munu þó ekki hækka að sama skapi.

Nokkrir tugir starfsmanna vinna við dægradvalirnar en Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, segir marga þeirra íhuga uppsögn. Segir hún að þeir líti til dæmis til kollega sinna í Reykjavík, sem muni fá hærri laun fyrir sömu vinnu.

„Ef þú getur fengið 60 til 70 þúsund krónum hærri laun hinum megin við lækinn, og þar vantar fólk, þá ferðu þangað,“ segir Jófríður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, og bætir við að líklega muni verða erfitt að fá fólk aftur til starfa í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert