Verk eftir Barböru Árnason slegið á 4,2 milljónir á uppboði

Atvinnuvegir Barböru seldist á 4,2 milljónir á uppboði, sem er …
Atvinnuvegir Barböru seldist á 4,2 milljónir á uppboði, sem er met.

Gallerí Fold stóð fyrir tvöföldu málverkauppboði í gær og fyrradag. Alls seldust um 120 verk af þeim 134 sem voru í boði.

Óvenjumörg verk gömlu meistaranna voru boðin upp, t.d. 12 verk eftir Jóhannes S. Kjarval. Met var slegið á fyrra kvöldinu þegar verkið Atvinnuvegirnir eftir Barböru Árnason var slegið á 4,4 milljónir, en það er hæsta verð sem verk eftir hana hefur fengið.

„Það eru ekki margir kvenlistamenn sem hafa náð svona hátt í verði,“ segir Jóhann Ágúst Hansen listmunasali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert