Vanþekking á íslenskri réttarskipan

Mikið mæddi á efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna vinnu við …
Mikið mæddi á efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna vinnu við nýtt frumvarp um meðferð aflandskrónueignanna. mbl.is/Styrmir Kári

Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir ný lög um aflandskrónur bera vott um vanþekkingu á íslenskri réttarskipan.

Með lögunum eru Seðlabanka Íslands veittar víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir Reimar lagasetninguna og þær dagsektir sem falla á menn ef þeir láta reyna á hvort bankinn eigi í raun og veru rétt til að kalla eftir upplýsingum.

„Einhverjir af þeim sem fara með framkvæmd þessara mála hljóta að gera sér grein fyrir, ef allt er með felldu, að þetta getur aldrei virkað eins og þetta er skrifað og það er alvarlegt að á Alþingi séu samþykkt lög sem geta með engu móti staðist.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert