Rætt um að takmarka aðgang

Mótmælt var á Austuvelli 17. júní í fyrra.
Mótmælt var á Austuvelli 17. júní í fyrra. mbl.is/Styrmir Kári

Vegna óláta og hávaða sem urðu við þjóðhátíðarathöfnina á Austurvelli í fyrra, komu upp umræður um að með einhverjum hætti yrði aðgangur almennings takmarkaður að hátíðarhöldunum í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins áttu sér stað slíkar umræður, bæði í þjóðhátíðarnefnd og innan forsætisráðuneytisins.

Engin slík áform eru íhuguð, að sögn Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég var á undirbúningsfundi með fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, borgaryfirvöldum og Alþingi, vegna hátíðahaldanna á morgun [í dag], þar sem sérstaklega var rætt um hvernig mætti takmarka hávaðamengunina með hliðsjón af því sem var í fyrra. En það verður ekki gripið til neinna sérstakra ráðstafana,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Ég tel persónulega að girðingar séu af hinu illa og við eigum að vera tilbúin að treysta fólki,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra þegar Morgunblaðið náði tali af honum vegna málsins.

Sigurður Ingi lagði áherslu á það í máli sínu að málið væri ekki í höndum forsætisráðuneytisins, heldur þjóðhátíðarnefndar og lögreglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert