Svona verður kosningaveðrið

Gera má ráð fyrir að besta kosningaveðrið verði á Austurlandi í dag samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Hins vegar verður fremur þungbúið um landið sunnan- og vestanvert en víðast hvar ætti hann að hanga þurr, einkum þó eftir hádegi.

„Fyrir norðan og austan lítur úr fyrir að eitthvað dragi fyrir sólu og eins er oft stutt í þokuna við ströndina. Seint í kvöld og nótt ganga inn á land skil úr suðvestri og byrjar að rigna úr þeim, fyrst um landið suðvestanvert. Á morgun gera spár ráð fyrir vætu í öllum landshlutum og fer þá að kólna fyrir norðan og austan. Á mánudag og þriðjudag hallar hann sér síðan til norðlægra átta með vætu fyrir norðan og styttir þá upp að mestu syðra. Þar sem fremur kalt loft kemst þá að landinu mun mörgum finnast það ansi kalt,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert