Í landsliðstreyjunni á EFTA-fundi

Frá ráðherrafundinum í dag.
Frá ráðherrafundinum í dag. Ljósmynd/Twitter

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra klæddi sig upp í íslenska landsliðsbúninginn á ráðherrafundi EFTA sem haldinn var í svissnesku borginni Bern í dag.

Hún segir að allir á fundinum séu að tala um fótbolta og búið sé að setja upp breiðtjald svo enginn missi af leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu kvöld.

Ísland er eina EFTA-ríkið sem eftir er í keppninni.

Eins og greint var frá í morgun var á fundinum rætt um þá stöðu sem upp er kom­in í kjöl­far þjóðar­at­kvæðagreiðslu í Bretlandi, þar sem meiri­hluti kjós­enda var fylgj­andi úr­sögn úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Munu EFTA-ríkin eiga með sér náið sam­ráð til að viðhalda nán­um efna­hags- og viðskiptatengslum við Bret­land.

Frétt mbl.is: Náið samráð um tengsl Breta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert