EM gæti haft áhrif á verðbólguna

Fjölmörg fyrirtæki hafa boðið vörur á EM-afslætti.
Fjölmörg fyrirtæki hafa boðið vörur á EM-afslætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi fyrirtækja á landinu hefur boðið upp á EM-tilboð á sínum vörum. Einföld leit sýnir að hægt er að fá allt frá flatböku og upp í ísskáp á sérstöku EM-tilboði og nánast allt þar á milli.

Morgunblaðið er með sérstakt EM-áskriftartilboð í gangi, Byko auglýsti útileguvörur á EM-afslætti, KFC hefur sína EM-fötu og Dominos og Saffran eru með bökur á EM-tilboði. Þá voru skór á tilboði hjá skór.is og ef notaður er sérstakur EM-kóði hjá Úrval Útsýn er hægt að komast í sólina á lægra verði, séu dæmi tekin.

Konráð S. Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion banka segir að bankinn hafi ekki fylgst sérstaklega með EM-tilboðum til greiningar en hann bendir á að nýjar verðbólgutölur komi út í dag og spurning hvort spáin verði undir væntingum vegna allra EM-tilboðanna. Olíufélögin hafa boðið viðskiptavinum sínum tilboð vegna leikja Íslands á EM og mörkin hafa ráðið afslættinum, að því er fram kemur í umfjöllun um EM-tilboð fyrirtækja í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert