Viðvera hersins fest í form

Bandaríski herinn yfirgaf flotastöðina í Keflavík árið 2006.
Bandaríski herinn yfirgaf flotastöðina í Keflavík árið 2006. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Grundvöllur varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna var treystur í gær með yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Er yfirlýsingin tilkomin vegna breytingar á ástandi öryggismála í Evrópu og á Norður-Atlantshafi á síðustu árum.

Að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra, er tilgangurinn tvíþættur. „Við erum að formfesta þessa tímabundnu veru Bandaríkjahers sem nær yfir loftrýmisgæsluna og kafbátaleitarvélar. Í annan stað kveður yfirlýsingin á um gagnkvæmar varnarskuldbindingar og áframhaldandi reglubundna fundi og samráð um öryggis- og varnarmál,“ segir hún.

Samkomulaginu sé ætlað að ná yfir þá auknu viðveru Bandaríkjahers sem verið hefur síðan fastri viðveru hans á Íslandi lauk með samkomulagi árið 2006.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert