Helgi Hrafn ekki fram

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í Alþingiskosningum í haust, að því er segir í tilkynningu frá Pírötum. Þess í stað ætlar hann að leggja krafta sína í grasrótarstarf flokksins á þessu kjörtímabili en bjóða sig fram aftur árið 2020 eða fyrr ef stjórnarskrármálið krefst þess.

Með þessari ákvörðun er Helgi Hrafn sagður vilja sína í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Helgi Hrafn útskýrir ástæður fyrir ákvörðun sinni í myndbandi sem sjá má á vefsíðu Pírata. Þar segir hann meðal annars að ætlunin sé ekki að draga sig út úr starfi Pírata heldur þvert á móti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert