Eldri borgarar veikjast þegar eldhús eru lokuð

Sumir eldri borgarar lenda í vanda þegar móttökueldhús eru lokuð.
Sumir eldri borgarar lenda í vanda þegar móttökueldhús eru lokuð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkur móttökueldhús sem þjónusta íbúðir eldri borgara í Reykjavík eru lokuð í einn mánuð yfir sumartímann. Íbúum gefst kostur á að fara í önnur eldhús í borginni eða að fá sendar máltíðir sem þeir hita upp eftir að fá þær í hendur.

Að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Félags eldri borgara, eru sumir í þeirri stöðu að sjá sér ekki fært að hita matinn upp og mikla fyrir sér það ferli að panta mat á hverjum degi.

„Fyrir vikið er algengt að fólk veikist á þessum tíma. Bæði versnar sykursýki og aðrir sjúkdómar. Þetta vandamál hefur farið vaxandi síðustu ár og veikasta fólkið þarf meiri stuðning, “ segir Þórunn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert