Þrír snarpir skjálftar í Mýrdalsjökli

Þrír snarpir skjálftar urðu í Mýrdalsjökli undir miðnætti.
Þrír snarpir skjálftar urðu í Mýrdalsjökli undir miðnætti. mbl.is/RAX

Þrír snarpir jarðskjálftar urðu í Mýrdalsjökli undir miðnætti í gær og mældist sá stærsti þeirra 3,6 á Richter.

Skjálftarnir urðu í sunnanverðri Kötluöskju og voru allir um eða yfir þrír að stærð. Hrina minni skjálfta fylgdi síðan í kjölfarið. Jarðskjálftahrinan stóð frá ellefu í gærkvöldi  til hálfeitt í nótt og segir Hulda Rós Helgadóttir, sérfræðingur á náttúruvá Veðurstofu Íslands, jökulinn hafa verið nokkuð rólegan síðan.

„Við fylgjumst þó vel með Mýrdalsjökli þessa dagana, því hann virðist vera vel vakandi í júlí,“ segir Hulda Rós.

Lítið hlaup varð í byrjun mánaðarins í kötlum Entujökuls, sem gengur út úr Mýrdalsjöklinum og niður í Markarfljótið. „Það virðist hins vegar vera í rénun miðað við rafleiðni og vatnshæð, en við vöktum áfram vel árnar sem renna undan Mýrdalsjökli og fylgjumst alltaf vel með Múlakvísl, Skálm og Markarfljóti,“ segir Hulda Rós.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert