Synjað um greftrun í Krýsuvík

Krísuvíkurkirkja.
Krísuvíkurkirkja. mbl.is/Árni Sæberg

Hildur Bjarnadóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar hefur synjað beiðni hollenskra hjóna um að fá greftrun í Krýsuvíkurkirkjugarði, með hliðsjón af neikvæðum umsögnum Kirkjugarðaráðs og Minjastofnunar Íslands.

Fram kemur í bréfi Kirkjugarðaráðs til Hafnarfjarðarbæjar að ráðið hafi tekið fyrir á fundi umsögn Minjastofnunar Íslands vegna beiðni hollensku hjónanna Cornelis Aart Meijles og Triijntje Koers um möguleika á því „að fá að verða grafin í Krýsuvíkurkirkjugarði þegar þau hafa kvatt þetta jarðlíf“.

Vitnað er í bréfinu í umsögn Minjastofnunar þar sem fram kemur að Krýsuvíkurkirkjugarður sé meira en 100 ára gamall. Garðurinn sé niðurlagður, en niðurlagðir kirkjugarðar eru friðhelgir og skulu lögum samkvæmt taldir til fornleifa, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert