Hilmar klárar keppni meiddur

Hilmar Þór Harðarson hefur lokið keppni á heimsleikunum.
Hilmar Þór Harðarson hefur lokið keppni á heimsleikunum. Ljósmynd/Berglind Sigmunds

Hilm­ar Þór Harðar­son hef­ur lokið keppni á heims­leik­un­um í cross­fit en Hilm­ar hafnaði í 18. sæti leik­anna í masters-flokki 55-59 ára. Hilm­ar var í 18. sæti í síðustu keppn­is­grein dags­ins lok­inni sem var jafn­framt síðasta grein leik­ana í hans flokki.

Hilm­ar varð fyr­ir því óláni að togna í baki á sein­ustu æf­ingu sinni á Íslandi áður en hann hélt út á leik­ana og hafa meiðslin háð hon­um í keppn­inni. Meiðslin tóku sig upp í fyrstu keppn­is­grein leik­anna, „Cali­fornia-Club“ sem er mik­il bakraun, en Hilm­ar hélt þó ótrauður áfram inn í næstu grein til að hald­ast inni í keppn­inni. 

Að lok­inni sjúkraþjálf­un og nuddi dag­inn eft­ir fyrsta keppn­is­dag var Hilm­ar í nokkuð góðu standi en í lyft­inga­grein­un­um í gær fóru meiðslin aft­ur að segja til sín. Hilm­ar tók ákvörðun um að ljúka síðustu þrautinni, „D-Ball Triplet“, en í henni var keppt í svokölluðum „muscle ups“, þar sem kepp­end­ur fara úr hang­andi stöðu upp í djúpa dýfu og rétta svo úr hönd­um, frívendingu með bolta og „thrusters“, sem er hnébeygja og axlapressa, framkvæmt í einni hreyfingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert