Leggjast gegn Esjuferju

Gengið á Esjuna.
Gengið á Esjuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hverfisráð Kjalarness mótmælir áformum Reykjavíkurborgar um að leigja lóð í Esjuhlíðum af ríkissjóði en þar hyggst fyrirtækið Esjuferðir ehf. koma upp kláfi sem getur tekið allt að 80 manns.

Í bókun hverfisráðsins á fundi sínum, segir að borgin „gangi erinda einkafyrirtækis sem hafi mjög einsleita sýn á uppbyggingu útivistarsvæðis við Mógilsá,“ en fyrirhuguð er bygging um 37 metra hárra mastra og þjónustumiðstöðvar á Rauðhóli.

Sigríður Pétursdóttir, formaður hverfisráðsins, segir í Morgunblaðinu í dag, að hugmyndin sé upprunalega komin frá verkfræðistofu, en í yfirlýsingunni eru borgaryfirvöld hvött til að efna til samkeppni um möguleikana í Esjuhlíðum. „Hugmyndin kemur frá þessu eina fyrirtæki að því er best við vitum. Okkur finnst að borgin ætti að koma meira að þessu sjálf og vera búin að hugsa svæðið áður en eitt fyrirtæki geti komið með sínar hugmyndir,“ segir Sigríður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert