Verður ævintýrið haldið í óleyfi?

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur neitað að greiða kostnað vegna löggæslu við ...
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur neitað að greiða kostnað vegna löggæslu við hátíðina í ár.

Hið árvissa Síldarævintýri á Siglufirði á, samkvæmt dagskrá, að hefjast í kvöld, þrátt fyrir að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi ekki gefið hátíðinni jákvæða umsögn fyrir sýslumanni. Slík umsögn er forsenda skemmtanaleyfis.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir bæinn, lögum samkvæmt, hafa sótt um tækifærisleyfi hjá sýslumanni.

„Hann sendi síðan málið til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, sem nú hefur gefið neikvæða umsögn. Fyrir jákvæðri umsögn setur hann það skilyrði að bærinn borgi löggæsluskatt upp á 180 þúsund krónur,“ segir Gunnar og bætir við að bærinn hafi hafnað því þar sem ekki liggi fyrir lagastoð fyrir slíkri gjaldheimtu.

„Það toppaði svo allt saman þegar aðstoðarlögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hringdi í deildarstjórann okkar og hótaði að hann myndi loka á hátíðina.“

Fordæmi fyrir gjaldtökunni

Umræddur aðstoðarlögreglustjóri, Eyþór Þorbergsson, segir lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald frá árinu 2007 vera skýr hvað þetta varðar.

„Í þeim er gert ráð fyrir að lögreglustjórum sé heimilt að rukka þá sem standa fyrir svona hátíðum um kostnað vegna viðbótarlöggæslu. Og í þessu tilviki er gjaldheimtan mjög væg,“ segir Eyþór og bætir við að engu skipti hvort hátíð sé haldin í atvinnuskyni eður ei. Þá sé sömuleiðis fordæmi fyrir gjaldtökunni.

„Við höfum alltaf tekið gjald, sem við tökum einnig fyrir aðrar hátíðir í þessu umdæmi,“ segir Eyþór og nefnir Fiskidaginn mikla á Dalvík, Mærudaga á Húsavík og aðrar hátíðir á Akureyri sem dæmi.

„Aðstandendur þeirra hátíða hafa þurft að borga 600 þúsund krónur. En á Siglufirði telja þeir sig ekki þurfa að borga neinn löggæslukostnað, sem við setjum sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins.“

Embættið hefur metið löggæslukostnað við hátíðina á 1.550.094 krónur, en áætlað er að lögreglan verði á sólarhringsvakt og fimm menn á sama tíma, þegar mest verði.

„Venjulegur kostnaður á Siglufirði um helgar nemur hins vegar 143.286 krónum. Svo að þessar 180 þúsund krónur eru ekki há upphæð í þessu sambandi. Við vitum náttúrlega ekki hversu margir munu mæta og við verðum að vera viðbúnir því sem gæti komið upp.“

Eyþór er snöggur til svara þegar hann er spurður hvað lögreglan muni gera, haldi bæjaryfirvöld ótrauð áfram með hátíðarhöldin.

„Þá bara kærum við bæjaryfirvöld og lokum skemmtuninni.“

Munu halda hátíðina sama hvað

Bæjarráð Fjallabyggðar sendi á miðvikudag bréf til innanríkisráðuneytisins, samkvæmt leiðsögn sýslumanns. Í ljós kom þó síðdegis í gær að erindið átti heldur að senda á atvinnuvegaráðuneytið. Var það áframsent þangað og bíður ráðið því enn svara um hvað gera skuli.

„Þessi gjaldtaka, sem er ákveðin af lögreglustjóranum án lagaheimilda, er alveg með ólíkindum,“ segir Gunnar. „Við munum ekki sætta okkur við að löggæslukostnaði sé velt yfir á sveitarfélögin í landinu.“

Eins og áður sagði hefst hátíðin samkvæmt dagskrá klukkan átta í kvöld.

„Ég byrja á að setja hana formlega uppi á sviði. Það verður þá eitthvert fjör. Ég þarf að setja á mig brynju og finna lífverði,“ segir Gunnar og hlær, en bætir við: „Nei, ætli maður leggi nokkuð í það. Þetta er auðvitað algjört rugl. En við munum halda hátíðina, sama á hverju gengur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fremur tilkomulítið veður

07:15 Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

06:59 Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

06:52 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Slökktu eld í klósetti

06:48 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í gámaklósetti við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá klósettinu enda gámurinn úr plasti. Meira »

Þrír ökumenn í vímu

05:45 Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Meira »

Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air

05:30 „Ég myndi glaður bjóða þessu ágæta fólki vinnu svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, spurður um viðbrögð við uppsögnum flugmanna hjá Icelandair sem taka gildi í haust. Meira »

Hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík

05:30 Marta Jonsson, skóhönnuður og athafnakona í London, hefur í hyggju að reisa hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík.  Meira »

Grænlandssöfnunin gengur vel

05:30 „Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur,“segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“. Meira »

Sumarbækur sækja í sig veðrið

05:30 Útgáfa bóka á vorin og yfir sumartímann hefur aukist talsvert undanfarin ár. Bókaútgefendur hafa unnið markvisst að því að byggja upp sumarbókamarkaðinn og nú er svo komið að í ágústlok er um þriðjungur af bókaútgáfu ársins kominn út. Meira »

Auka eftirlit með ferðaþjónustu

05:30 Ferðamálastofa er að bæta við sig starfsfólki til að geta betur sinnt eftirliti með fyrirtækjum sem fengið hafa starfsleyfi hjá stofunni. Leyfisveitingar og eftirlit með ferðaþjónustunni eru í höndum margra stofnana. Meira »

Talsvert slasaður eftir bifhjólaslys

Í gær, 23:16 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið störfum á vettvangi vélhjólaslyss sem varð á Bræðratunguvegi, milli Reykholts og Flúða, síðdegis. Ökumaður bifhjólsins slasaðist talsvert. Meira »

Bjart og hlýtt fyrir austan

Í gær, 21:58 Hlýjast verður austanlands á morgun, mánudag. Á landinu verður vestlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og skúrir en bjartara veður austan til. Meira »

Sprengjusveitin kölluð út að Álftanesi

Í gær, 21:10 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að hlutur sem leit út eins og jarðsprengja fannst í fjörunni á Álftanesi. Hluturinn reyndist vera hættulaus. Meira »

Finnur til með skipstjóranum

Í gær, 19:51 Kan­adamaður­inn Michael Boyd, sem missti eig­in­konu sína í hörmu­legu slysi við Jök­uls­ár­lón fyrir tveimur árum, segist finna til með skipstjóra hjólabátsins sem ók yfir hana. Meira »

App sem minnir á hreyfingu

Í gær, 18:30 Nýtt íslenskt app hjálpar kyrrsetufólki að muna eftir því að standa upp og hreyfa sig.  Meira »

Hundar sýndu sínar bestu hliðar

Í gær, 19:52 Veðrið lék við hunda og menn á túninu við Reiðhöll Fáks í Víðidal um helgina er fram fór þreföld hundasýning. Yfir 1.400 hundar voru skráðir til keppni og af 94 tegundum. Meira »

Gert til að tryggja framkvæmd

Í gær, 19:25 „Það fá allir að tala við þá sem þeir þurfa að tala við hér á landi og hann fékk líka að gera það,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer fyrir stoðdeild ríkislögreglustjóra. Þar vísar hann í mál nígerísks manns sem vísað var úr landi fyrir helgi. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás í Krónunni

Í gær, 18:15 Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi karl­mann á föstudag í fimm mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás í verslun Krónunnar á Granda í júní í fyrra. Að því er fram kemur í dómnum réðst maðurinn á brotaþola, sem hann segir hafa beitt unnustu sína kynferðisofbeldi. Meira »

Wow Cyclothon

Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...