Verður ævintýrið haldið í óleyfi?

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur neitað að greiða kostnað vegna löggæslu við ...
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur neitað að greiða kostnað vegna löggæslu við hátíðina í ár.

Hið árvissa Síldarævintýri á Siglufirði á, samkvæmt dagskrá, að hefjast í kvöld, þrátt fyrir að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi ekki gefið hátíðinni jákvæða umsögn fyrir sýslumanni. Slík umsögn er forsenda skemmtanaleyfis.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir bæinn, lögum samkvæmt, hafa sótt um tækifærisleyfi hjá sýslumanni.

„Hann sendi síðan málið til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, sem nú hefur gefið neikvæða umsögn. Fyrir jákvæðri umsögn setur hann það skilyrði að bærinn borgi löggæsluskatt upp á 180 þúsund krónur,“ segir Gunnar og bætir við að bærinn hafi hafnað því þar sem ekki liggi fyrir lagastoð fyrir slíkri gjaldheimtu.

„Það toppaði svo allt saman þegar aðstoðarlögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hringdi í deildarstjórann okkar og hótaði að hann myndi loka á hátíðina.“

Fordæmi fyrir gjaldtökunni

Umræddur aðstoðarlögreglustjóri, Eyþór Þorbergsson, segir lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald frá árinu 2007 vera skýr hvað þetta varðar.

„Í þeim er gert ráð fyrir að lögreglustjórum sé heimilt að rukka þá sem standa fyrir svona hátíðum um kostnað vegna viðbótarlöggæslu. Og í þessu tilviki er gjaldheimtan mjög væg,“ segir Eyþór og bætir við að engu skipti hvort hátíð sé haldin í atvinnuskyni eður ei. Þá sé sömuleiðis fordæmi fyrir gjaldtökunni.

„Við höfum alltaf tekið gjald, sem við tökum einnig fyrir aðrar hátíðir í þessu umdæmi,“ segir Eyþór og nefnir Fiskidaginn mikla á Dalvík, Mærudaga á Húsavík og aðrar hátíðir á Akureyri sem dæmi.

„Aðstandendur þeirra hátíða hafa þurft að borga 600 þúsund krónur. En á Siglufirði telja þeir sig ekki þurfa að borga neinn löggæslukostnað, sem við setjum sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins.“

Embættið hefur metið löggæslukostnað við hátíðina á 1.550.094 krónur, en áætlað er að lögreglan verði á sólarhringsvakt og fimm menn á sama tíma, þegar mest verði.

„Venjulegur kostnaður á Siglufirði um helgar nemur hins vegar 143.286 krónum. Svo að þessar 180 þúsund krónur eru ekki há upphæð í þessu sambandi. Við vitum náttúrlega ekki hversu margir munu mæta og við verðum að vera viðbúnir því sem gæti komið upp.“

Eyþór er snöggur til svara þegar hann er spurður hvað lögreglan muni gera, haldi bæjaryfirvöld ótrauð áfram með hátíðarhöldin.

„Þá bara kærum við bæjaryfirvöld og lokum skemmtuninni.“

Munu halda hátíðina sama hvað

Bæjarráð Fjallabyggðar sendi á miðvikudag bréf til innanríkisráðuneytisins, samkvæmt leiðsögn sýslumanns. Í ljós kom þó síðdegis í gær að erindið átti heldur að senda á atvinnuvegaráðuneytið. Var það áframsent þangað og bíður ráðið því enn svara um hvað gera skuli.

„Þessi gjaldtaka, sem er ákveðin af lögreglustjóranum án lagaheimilda, er alveg með ólíkindum,“ segir Gunnar. „Við munum ekki sætta okkur við að löggæslukostnaði sé velt yfir á sveitarfélögin í landinu.“

Eins og áður sagði hefst hátíðin samkvæmt dagskrá klukkan átta í kvöld.

„Ég byrja á að setja hana formlega uppi á sviði. Það verður þá eitthvert fjör. Ég þarf að setja á mig brynju og finna lífverði,“ segir Gunnar og hlær, en bætir við: „Nei, ætli maður leggi nokkuð í það. Þetta er auðvitað algjört rugl. En við munum halda hátíðina, sama á hverju gengur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...