Verður ævintýrið haldið í óleyfi?

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur neitað að greiða kostnað vegna löggæslu við ...
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur neitað að greiða kostnað vegna löggæslu við hátíðina í ár.

Hið árvissa Síldarævintýri á Siglufirði á, samkvæmt dagskrá, að hefjast í kvöld, þrátt fyrir að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi ekki gefið hátíðinni jákvæða umsögn fyrir sýslumanni. Slík umsögn er forsenda skemmtanaleyfis.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir bæinn, lögum samkvæmt, hafa sótt um tækifærisleyfi hjá sýslumanni.

„Hann sendi síðan málið til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, sem nú hefur gefið neikvæða umsögn. Fyrir jákvæðri umsögn setur hann það skilyrði að bærinn borgi löggæsluskatt upp á 180 þúsund krónur,“ segir Gunnar og bætir við að bærinn hafi hafnað því þar sem ekki liggi fyrir lagastoð fyrir slíkri gjaldheimtu.

„Það toppaði svo allt saman þegar aðstoðarlögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hringdi í deildarstjórann okkar og hótaði að hann myndi loka á hátíðina.“

Fordæmi fyrir gjaldtökunni

Umræddur aðstoðarlögreglustjóri, Eyþór Þorbergsson, segir lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald frá árinu 2007 vera skýr hvað þetta varðar.

„Í þeim er gert ráð fyrir að lögreglustjórum sé heimilt að rukka þá sem standa fyrir svona hátíðum um kostnað vegna viðbótarlöggæslu. Og í þessu tilviki er gjaldheimtan mjög væg,“ segir Eyþór og bætir við að engu skipti hvort hátíð sé haldin í atvinnuskyni eður ei. Þá sé sömuleiðis fordæmi fyrir gjaldtökunni.

„Við höfum alltaf tekið gjald, sem við tökum einnig fyrir aðrar hátíðir í þessu umdæmi,“ segir Eyþór og nefnir Fiskidaginn mikla á Dalvík, Mærudaga á Húsavík og aðrar hátíðir á Akureyri sem dæmi.

„Aðstandendur þeirra hátíða hafa þurft að borga 600 þúsund krónur. En á Siglufirði telja þeir sig ekki þurfa að borga neinn löggæslukostnað, sem við setjum sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins.“

Embættið hefur metið löggæslukostnað við hátíðina á 1.550.094 krónur, en áætlað er að lögreglan verði á sólarhringsvakt og fimm menn á sama tíma, þegar mest verði.

„Venjulegur kostnaður á Siglufirði um helgar nemur hins vegar 143.286 krónum. Svo að þessar 180 þúsund krónur eru ekki há upphæð í þessu sambandi. Við vitum náttúrlega ekki hversu margir munu mæta og við verðum að vera viðbúnir því sem gæti komið upp.“

Eyþór er snöggur til svara þegar hann er spurður hvað lögreglan muni gera, haldi bæjaryfirvöld ótrauð áfram með hátíðarhöldin.

„Þá bara kærum við bæjaryfirvöld og lokum skemmtuninni.“

Munu halda hátíðina sama hvað

Bæjarráð Fjallabyggðar sendi á miðvikudag bréf til innanríkisráðuneytisins, samkvæmt leiðsögn sýslumanns. Í ljós kom þó síðdegis í gær að erindið átti heldur að senda á atvinnuvegaráðuneytið. Var það áframsent þangað og bíður ráðið því enn svara um hvað gera skuli.

„Þessi gjaldtaka, sem er ákveðin af lögreglustjóranum án lagaheimilda, er alveg með ólíkindum,“ segir Gunnar. „Við munum ekki sætta okkur við að löggæslukostnaði sé velt yfir á sveitarfélögin í landinu.“

Eins og áður sagði hefst hátíðin samkvæmt dagskrá klukkan átta í kvöld.

„Ég byrja á að setja hana formlega uppi á sviði. Það verður þá eitthvert fjör. Ég þarf að setja á mig brynju og finna lífverði,“ segir Gunnar og hlær, en bætir við: „Nei, ætli maður leggi nokkuð í það. Þetta er auðvitað algjört rugl. En við munum halda hátíðina, sama á hverju gengur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

Allir opnir fyrir skosku leiðinni

10:56 Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...