Hjólandi forseti í fyrstu móttökunni

Ljósmynd/Þorvaldur Daníelsson

Hjólagarparnir í Hjólakrafti sóttu Bessastaði heim í dag þar sem nýr forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, tók höfðinglega á móti þeim. Boðið er ein fyrsta opinbera móttakan í embættistíð Guðna sem forseti Íslands.

Sam­tök­in Hjólakraft­ur voru stofnuð af Þor­valdi Daní­els­syni til að hjálpa börn­um og ung­ling­um sem höfðu á einn eða ann­an hátt orðið und­ir í bar­átt­unni við lífsstíls­sjúk­dóma og ekki fundið sig í hópíþrótt­um.

Þorvaldur segir í samtali við mbl.is að Guðni hafi tekið höfðinglega á móti hópnum sem taldi um 30 manns. Voru gestunum boðnar veitingar á Bessastöðum og tók forsetinn stuttan hjólatúr með hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert