Vilja vita allt um heitu ána

Örtröð á bílastæðum í Reykjadal sem er vinsæl gönguleið ofan …
Örtröð á bílastæðum í Reykjadal sem er vinsæl gönguleið ofan Hveragerðis. Ljósmynd/Valgeir Bjarnason

„Við höfum ekki undan að svara fyrirspurnum um Reykjadal. Ferðamenn vilja fá upplýsingar um heitu ána sem þeir geta baðað sig í.“

Þetta segir Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands í Hveragerði, í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir fyrirspurnum um Reykjadal í Hveragerði hafa fjölgað mikið undanfarin ár, sérstaklega milli áranna 2014 og 2015 en þá hafi orðið hálfgerð sprenging. Hún segir fyrirspurnirnar vera svipaðar núna í ár og í fyrra. „Það hefur alltaf verið vinsælt hjá ferðamönnum að baða sig í heitum ám og lækjum úti í náttúrunni,“ segir Sigurdís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert