Ekki kynnst neinu grimmara

Himbriminn er öflugur jafnt á sundi sem og í kafi.
Himbriminn er öflugur jafnt á sundi sem og í kafi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fyrstu merkingarannsókninni á himbrima var hleypt af stokkunum hér á landi fyrir rúmu ári undir stjórn Péturs Halldórssonar fuglafræðings. Þegar fuglinn hefur verið fangaður eru tekin sýni, bæði blóð- og fjaðursýni, og áður en honum er sleppt er sett litmerki á leggina, svo hægt sé að þekkja einstaklingana úr fjarlægð. Það er viðbót við stálmerki frá Náttúrufræðistofnun. Í þessari rannsókn eru Pétur og hans fólk fyrst og fremst að leita svara við því hver meðalþyngd fuglsins er hér á landi en rannsóknir sýna að hún er breytileg í Ameríku.

Pétur segir himbrimann ótrúlega grimman. „Ég minnist þess ekki að hafa komist í kynni við neitt grimmara. Hann virkar ekki beint hræddur, heldur virðist ekkert annað komast að hjá honum en að sleppa frá manni og helst drepa mann í leiðinni. Ég er með margvísleg bitför til marks um það. Himbriminn er til dæmis mjög grimmur við að halda við óðalinu sínu þegar hann er í varpi og rekur parið gjarnan alla aðra fugla í burtu. Það er algengt að þeir stingi endur á hol og jafnvel álftir,“ segir Pétur.

Pétur þekkir ekki dæmi þess að himbrimi hafi drepið mann en það fyrsta sem hann hafi lært af samskiptum sínum við fuglinn sé að gæta augna sinna. „Þeir geta verið eldsnöggir að gogga inn í hauskúpu. Það beit mig einn í andlitið um daginn og hann var hættulega nálægt auganu,“ segir Pétur sem mælir með því við aðstoðarmenn sína að nota hlífðargleraugu. Þá þarf hópurinn einnig að telja fimm manns til að meðhöndla fuglinn af öryggi.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Aðgát skal höfð í nærveru himbrima.
Aðgát skal höfð í nærveru himbrima. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Löng bið getur verið eftir því að fanga himbrima. Pétur …
Löng bið getur verið eftir því að fanga himbrima. Pétur Halldórsson að störfum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert