Segir tvær þjóðir búa í landinu

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það greinilegt af lestri frumvarps fjármálaráðherra um losun fjármagnshafta að tvær þjóðir séu í landinu.

„Annars vegar fámenn þjóð sem á fullt af peningum og er á háum launum og getur fjárfest og keypt sér svo virðist sem eina fasteign í útlöndum á ári,“ sagði hún í umræðum um frumvarpið á Alþingi í dag.

„Það er sannarlega mjög í þágu almennings í landinu,“ bætti hún við í kaldhæðnum tón.

Hún sagði að við hlytum öll að fagna því að hægt væri að stíga enn eitt skrefið í átt að losun hafta. Það hefði verið stefna stjórnvalda allt frá hruni.

Hins vegar sýndu aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru fyrr í vikunni, svart á hvítu þá „stóru plágu“ sem væri til staðar í þjóðfélaginu.

„Og það er að þjóðarkökunni er vitlaust skipt. Það þarf að skera hana upp á nýtt. Venjulegt fólk þarf að fá stærri hluta af þjóðarkökunni en það hefur í dag. Og þeir sem nýta auðlindirnar þurfa að borga í sameiginlega sjóði þannig að við getum haldið hér uppi góðu velferðarþjóðfélagi,“ sagði Valgerður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert