Aðeins læknar skrifi upp á lyfin

Félag íslenkra fæðingar- og kvensjúkdómalækna leggst gegn hugmyndum um að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verði heimilað að ávísa hofmónalyfjum til getnaðarvarna.

Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarp til breytingar á lyfjalögum sem er nú í meðförum velferðarnefndar Alþingis. Ljósmæður hafa áður farið fram á það við Landlækni að þeim yrði gert kleift að ávísa áðurnefndum hormónalyfjum.

Í umsögn Landlæknis um frumvarpið fyrr í sumar sagði að fyrirkomulagið skapaði hagræðingu við alla ráðgjöf varðandi getnaðarvarnir sem væri í dag að verulegu leyti í höndum ljósmæðra. Mælti hann með því að þeim yrði gefin heimild til að skrifa upp á lyfin eftir að hafa lokið sérstöku námskeiði um þau, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert