Fjölmiðlar vilja sjá breytingu

Skorað erá ráðherra og Alþingi að jafna samkeppnisstöðu félaga á …
Skorað erá ráðherra og Alþingi að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnendur fimm ljósvakamiðla leggja til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði um næstu áramót, að virðisaukaskattur verði felldur niður af starfsemi fjölmiðla og að jafnræði verði tryggt milli innlendra félaga og erlendra.

Fyrirtækin eru Útvarp Saga, ÍNN, miðlar Hringbrautar, Síminn og 365 miðlar. Í grein stjórnenda þeirra, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, er bent á að hraðar breytingar á neysluhegðun fólks og auglýsingamarkaði komi niður á staðbundnum einkamiðlum. Innlendir miðlar geti ekki borið aukalega þungar byrðar frá hinu opinbera.

Þeir eigi í vaxandi erfiðleikum með að mæta samkeppni alþjóðlegra tæknirisa eins og Netflix, Google og Facebook. Þá skekki milljarða bein fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins og úrelt lagaumhverfi samkeppnisstöðuna gagnvart Ríkisútvarpinu og erlendum miðlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert