Fengu gefins skólatöskur og ritföng

Sveinn Heiðar Harðarson nemandi í fyrsta bekk tekur við skólatösku …
Sveinn Heiðar Harðarson nemandi í fyrsta bekk tekur við skólatösku frá Borghildi Freyju Rúnarsdóttur, fjármálastjóra Sæplasts á Dalvík. Ljósmynd/Aðsend

Skólabörn á Dalvík og Árskógsströnd sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta skipti voru fyrr í vikunni boðuð á fund forsvarsmanna Sæplasts á Dalvík þar sem þeim voru færðar að gjöf frá fyrirtækinu skólatöskur, ritföng og annað sem nauðsynlegt er að hafa í töskunni þegar fyrstu skrefin á menntabrautinni eru stigin.

Þetta er í annað skipti sem fyrirtækið færir skólabörnum á svæðinu slíka gjöf en alls voru það 24 börn úr Dalvíkurskóla og Ársskógsskóla sem fengu skólatöskur að þessu sinni, samkvæmt tilkynningu.

Þar segir að  eftirvænting og gleði hafi ríkt í svip barnanna þegar þau mættu í húsakynni Sæplasts til að taka við fyrstu skólatöskunni á ferlinum. „Fyrir aðstandendur barnanna er þetta kærkominn stuðningur því óhjákvæmilega fylgir talsverður kostnaður upphafi skólagöngunnar. Fyrir Sæplast er það ekki síður ánægjulegt að fá að tengjast þessum merka áfanga í lífi barnanna.“

Hólmar Svansson framkvæmdastjóri og Borghildur Freyja Rúnarsdóttir, fjármálastjóri Sæplasts, afhentu börnunum töskurnar.

Hluti nemendahópsins sem tók við skólatöskum hjá Sæplasti í vikunni …
Hluti nemendahópsins sem tók við skólatöskum hjá Sæplasti í vikunni ásamt Katrínu Guðmundsdóttur, kennara í Dalvíkurskóla, og Hólmari Svanssyni, framkvæmdastjóra Sæplasts á Dalvík. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert