Stofna til minningarverðlauna í nafni Arthurs

Arthúr Morthens.
Arthúr Morthens.

Skóla- og frístundaráð ákvað á fundi sínum í gær að stofna til minningarverðlauna í nafni Arthurs Morthens sem lést í liðnum mánuði.

Arthur vann um áratuga skeið sem sérfræðingur á sviði sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur og var brautryðjandi við að innleiða þar stefnu um skóla án aðgreiningar. Hans verður minnst sem afburðaskólamanns sem vann ötullega að velferð barna og framþróun í skólamálum, segir á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert