„Tölum skýrt en ekki í blekkingum“

Páll Jóhann Pálsson.
Páll Jóhann Pálsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tölum skýrt en ekki í blekkingum. Það er pólitísk ákvörðun ef við viljum fækka einyrkjum í útgerð og hafa fá og stór sjávarútvegsfyrirtæki sem geta vafalaust greitt talsvert hærri veiðigjöld,“ sagði Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins þar sem hann gerði uppboðsleið í sjávarútvegi að umtalsefni.

„Eftir því sem við sáum fleiri óvissufræjum fyrir kosningar fjölgar þeim einyrkjum sem fyllast ótta um starfsöryggi sitt og aðkomu og selja. Hverjir kaupa? Það eru þeir stóru. Mikið hefur verið rætt undanfarið um svokallaða uppboðsleið, líkt og Færeyingar gerðu tilraun með. Hver var útkoman þar? Örfá fyrirtæki keyptu sem voru meira og minna í eigu útlendinga. Er það það sem við viljum?“ sagði hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert