ASÍ segir búvörusamninga vonbrigði

ASÍ gagnrýnir nýsamþykkta búvörusamninga harðlega.
ASÍ gagnrýnir nýsamþykkta búvörusamninga harðlega. mbl.isEggert Jóhannesson

Alþýðusamband Íslands segir búvörusamningana sem voru samþykktir á Alþingi á dögunum vera mikil vonbrigði fyrir neytendur og að samningarnir muni festa í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára.

„Ljóst er að loforð sem formaður atvinnuveganefndar gaf um þjóðarsamtal um landbúnað er í skötulíki,“ segir í tilkynningu frá ASÍ.

Alþýðusambandið hefur gagnrýnt málið um nokkurt skeið.

„Búvörusamningar eru festir í sessi til 10 ára og þrátt fyrir að tollasamningur við ESB sé samþykktur hvetur atvinnuveganefnd Alþingis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að breyta úthlutun tollkvóta með þeim hætti að verulega dregur úr ávinningi neytenda af nýgerðum tollasamningi við Evrópusambandið um gagnkvæma opnun markaða með landbúnaðarvörur,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert