Snýst um að taka ákvörðun

Konur í íslensku atvinnulífi, úr stjórnmálum og samtökum komu saman …
Konur í íslensku atvinnulífi, úr stjórnmálum og samtökum komu saman í lok málþingsins og stilltu sér upp fyrir myndatöku. Þórdís Lóa stóð fremst á sviðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) opnaði málþing félagsins sem var haldið í morgun. „Ég er ánægð með að við séum að þróast í rétta átt. Ef tölurnar breytast um 3% á ári áfram er það tilhneiging sem er afar gleðileg,“ segir Þórdís Lóa.

Frétt mbl.is: Konur viðmælendur í 33% tilfella

Málþingið var  hluti af sér­stöku verk­efni FKA sem stend­ur yfir frá 2013 til 2017 sem kall­ar á aukna ásýnd kvenna í fjöl­miðlum.

Áhyggjur af útvarpssviði 365

„Hins vegar fannst mér mjög áhugavert að sjá að þetta er gríðarlega mikil ákvörðun um að gera þetta. Miklu meiri ákvörðun en maður hefði kannski hugsað. Það eru í rauninni góðar fréttir því þá er auðveldara að breyta þessu.“

Þórdís Lóa hefur áhyggjur af því hvernig útvarpssvið 365 kom út í mælingum Creditinfo. „En ég greindi vilja til verka þar. Fólk hefur áhuga á að breyta þessu en svona gerist ekki á einni nóttu. Það er greinilegt að 365 eru búnir að gera góða hluti en útvarpið hefur ekki fylgt með. Það er kúltúr sem þarf að skoða,“ segir hún.

Frétt mbl.is: Konur mæta ekki vegna barna

Þórdís Lóa kveðst vera ánægð með að bæði 365 og Rúv skuli taka þessi mál föstum tökum. „Það sem skiptir máli er að tjalda ekki til einnar nætur. Við viljum að þetta breytist hægt og rólega og verði eðlilegt hlutfall af þjóðfélaginu.“

Frétt mbl.is: Eigum enn óralangt í land

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert