Vilji til fundar með Björgu

Birgir Ármannsson og Ögmundur Jónasson ræða saman á Alþingi
Birgir Ármannsson og Ögmundur Jónasson ræða saman á Alþingi mbl.is/Styrmir Kári

Vilji er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að funda með Björgu Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, vegna fyrirhugaðrar innleiðingar evrópskra reglna um fjármálaeftirlit.

Hætt var við atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í gær vegna mótmæla stjórnarandstöðunnar og málið í kjölfarið rætt í nefndinni. Í samtali við mbl.is á miðvikudag sagði Björg að eftirlitsheimildirnar fælu í sér of víðtækt framsal valdheimilda með hliðsjón af stjórnarskrá.

Birgir Ármannsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag, að skiptar skoðanir um málið séu ekki nýjar af nálinni, en hann gerir ráð fyrir að málið verði afgreitt fyrir kosningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert